FH1 hefur spilað 6 leiki í deildinni og sigrað þá alla mjög örugglega. Einnig hafa þeir spilað 1 í SS-bikar og sigruðu þann leikk mjög örugglega líka. Þessir strákar stefna á að taka alla titla sem í boði eru, og krækja í þrennuna 3ja árið í röð. FH2 hefur spilað 3 leiki, unnið 2 og tapað 1. Fyrsti leikur FH2 í SS-bikar verður fimmtud 30 nóv í krikanum á móti HK. Hluti af þessum strákum spila líka með 2 fl og hluti með mfl og virðast þeir falla vel í framtíðarlið FH, sem að öllum likindum mun verða nýtt gullaldarlið hjá FH, EF rétt er haldið á spöðunum og haldið verður áfram að kenna strákunum, því þeir eiga ennþá eftir margt ólært.

Í lok des munu strákar fæddir 1990 fara í víking til Gautaborgar og taka þátt í Norden Cup 2006. Tilgangurinn er að verja Norðurlandameistaratitilinn sem þeir unnu í fyrra og bera hróður FH enn víðar um Norðurlöndin.

Desembermánuður mun því fara í undirbúning fyrir þá ferð, nýtt æfingaplan líta dagsins ljós og einhverjir æfingaleikir spilaðir, því þessir strákar vita hvað þarf til að ná langt á móti erlendum liðum. Það sýndu þeir á Partille í sumar, sem þeir sigruðu svo glæsilega sælla minninga. Örugglega besta stund þeirra á stuttum íþróttaferli.