Næsta föstudag klukkan 19:00 mættir FH liði Selfoss í 1. deild karla. FH liðið er á fljúgandi siglinu í deildinni eftir erfiða byrjun. Eftir tap í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins gegn UMFA og Gróttu hefur liðið unnið 5 leiki í röð. Þetta eru leikir í deildinni gegn Haukum, ÍBV og Hött tvívegis auk þess að sigra lið KV í bikarnum. Þessi sigur hrina hefur skilað liðinu upp í annað sæti deildarinnar. Það er því alveg ljóst að strákarnir eru komnir í gang og til alls líklegir á föstudaginn gegn Selfoss.

Síðasta umferð

Um síðustu helgi fór FH í helgarferð til Egilsstaða. Leiknir voru tveir leikir við Hött. FH sótti 4 góð stig þangað. Leikirnir fóru 29 – 24 og 30 – 19 fyrir okkar menn. Þess má geta að Ingvar Viktorsson formaður FH hefur sterkar tilfinningar í garð Hattarmann enda er félagið skammstafað Í.F.H.

Í þessum tveimur leikjum var Valur Arnarsson fyrirliði í frábæru formi og var óstöðvandi í sókn. Hann skoraði 17 mörk í þessum tveimur leikjum þrátt fyrir að spila takmarkmað í þeim seinni. Markvarslan var einnig mjög góð í leikjunum og aðrir stóðu sig ágætlega.

Meiðsli og leikbönn hjá FH

Jóhann Helgi Jónsson er að ná sér eftir aðgerð á hné – vonast til að verða klár eftir áramót.

Aðrir leikmenn heilir. Guðni, Halldór, Björn eru allir leikfærir á ný. Þar að auki hefur Ólafur Gústafsson hafið æfingar á ný með meistaraflokki en hann hefur aðeins leikið með 3. flokki það sem af er vetri vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sumar.

Engin leikmaður í banni.

Líklega byrjunarlið

Fastlega má búst við að FH byrji með svipað lið og byrjaði gegn Hetti. Gunnlaugur Garðarsson er líklegur til að byrja á línu enda lék hann vel fyrir austan. Aðrir sem gætu gert tilkall til byrjarliðssæti eru Aron Pálmarsson sem gæti spilað í skyttu, miðju og horni auk þess sem Theodór gæti komið inn í vörnina.

FH:

Markvörður: Hilmar Guðmundsson

Vinstra horn: Tómas Sigurbergsson

Hægra horn: Ari Þorgeirsson

Lína: Gunnlaugur Garðarsson

Vinstri skytta: Heiðar Arnarsson

Hægri skytta Guðjón Helgason

Miðja: Valur Arnarsson

Selfoss:

Markvörður: Birkir Bragason

Vinstra horn: Baldur Elíasson

Hægra horn: Hörður Bjarnason

Lína: Michal Dostalik

Vinstri skytta: Atli Kristinsson

Hægri skytta Ramunas Mikalonis

Miðja: Helgi Héðinsson

Lykilleikmenn:

FH – Valur Arnarsson, Heiðar Arnarsson og Hilmar Guðmundsson eru gömlu mennirnir í FH liðinu og verða að draga vagninn.

Selfoss – Útlendingarnir hjá Selfoss eru sterkir þeir Ramunas sem er hægri skytta og Dostalik sem er gríðarlega sterkur línumaður. Þá er Hörður Bjarnason mjög sterkur í hægra horninu og skorar mikið.

Fyrri viðureignir:

FH og Selfoss hafa marga hildina háð í handboltanum í gegnum tíðina. Árið 1992 mættust þessi lið í úrslitum Íslandsmótsins. FH tryggði sér sigur 3-1 í einvíginu. Þess má geta að yngstu leikmenn FH liðsins í dag voru einmitt 2 ára gamlir á þessum tíma.

Í fyrra mættust þessi lið tvisvar. FH sigraði í fyrri leiknum en Selfoss í þeim seinni.

Þjálfarinn:

Þjálfari Selfoss eins og undanfarin ár er Sebastían Alexanderson. Sebastían sem er sálfræðingur að mennt hefur unnið frábært starf á Selfoss. Hann hefur rifið deildina og handboltann á Selfossi upp aftur eftir mikla lægð sem skall þar á fyrir nokkrum árum. Sebastían er með gríðarlega skemmtilegt og efnilegt lið í höndunum sem hann mun eflaust ná miklu út úr í framtíðinni.

Heimaleikir FH í deildinni fyrir áramót:

FH – Selfoss 10 nóvember föstudagskvöld kl. 19

FH – Afturelding 1. desember föstudagskvöld kl. 19

Áhorfendur

Frábær mæting h