Málþing um kvennaknattspyrnu í Hafnarfirði verður haldið í Víðistaðaskóla laugardaginn 17. febrúar kl. 10 – 13.

Málþingið er hluti stefnumótunarvinnu fyrir meistaraflokk og 2. flokk kvenna í knattspyrnu hjá FH. Það er haldið af unglingaráði og meistaraflokksráði kvenna. Markmið málþingsins er að ræða málefni kvennaknattspyrnunnar; mögulegar ástæður brottfalls unglingsstúlkna, leiðir til úrlausna, tækifæri stúlkna sem stunda knattspyrnu sem og verkefni og lausnir er varða aðstöðu, aðbúnað, stuðning o.fl.

Meistarflokksráð kvenna hefur það að leiðarljósi að efla meistaraflokk FH í kvennaknattspyrnu. Stefnt er að því að félagið blandi sé í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar á næstu árum og verði eitt af sterkustu vígjum kvennaknattspyrnu hér á landi. Til þess að ná því markmiði þarf að auka þátttöku hafnfirskra stúlkna í knattspyrnu efla starf 2.fl- og meistaraflokks kvenna í FH sem og félagslegan stuðning við stelpurnar.


Drög að dagskrá:

10:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setur málþingið

Brottfall stúlkna úr knattspyrnu, ástæður og leiðir til úrlausnar

Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi

Þróun kvennaknattspyrnu á Íslandi og tækifæri stúlkna í dag. Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ

Eru spennandi möguleikar í útlöndum? Reynsla stúlku sem spilað hefur erlendis

11:00 Kaffihlé

11:30 Dæmi um starf kvennadeildar íslensks liðs, leiðir,tækifæri og hættur.
Jóhannes Sveinbjörnsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Breiðablik

Hvað þarf til að ná árangri með liðsheild í íþróttum?

Auðun Helgason, fyrirliði Íslandsmeistara FH í knattspyrnu

Stefnumótun meistaraflokksráðs kvennadeildar FH. Við ætlum að blanda okkur í toppbaráttuna á næstu árum!

Helga Friðriksdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá FH

Fyrirspurnir og umræður

13:00 Ráðstefnuslit

Fundarstjóri: Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar


Málþingið er öllum opið og þeir sem láta sig málefni kvennaknattspyrnu varða eru hvattir til að mæta.

Nánari upplýsingar veita:

Helga Friðriksdóttir s. 864-8204

Katrín Alfreðsdóttir s. 899-6603

Margrét Jóhannsdóttir s. 847-5460

Unglingaráð og meistaraflokksráð knattspyrnudeildar kvenna hjá FH