Leiðin til sigurs hafði þó ekki verið neinn dans á rósum þar sem FH hafð mátt sætta sig við annað sætið í undanriðlinum sem haldin var á Ólafsvík snemma í janúarmánuði. Þar hafði liðið unnið þrjá leiki en gert eitt jafntefli. Það hafði Fjölnir einnig gert en hafði betra markahlutfall. Þau tvö lið sem hinsvegar ná bestum árangri í 2. sæti fara einnig í úrslit.

Það var mikil tilhlökkun eftir úrslitunum hjá stelpunum og ekki minnkaði áhugin þegar ljóst var að þau yrðu haldin í Krikanum. Það var einnig skemmtileg tilviljun að úrslitin skyldu bera upp á sama dag og haldið var gott málþing á vegum unglingaráðs og kvennaráðs knattspyrnudeildar FH um framtíð kvennaknattspyrnunar hjá FH.

Úrslitakeppnin er með því sniði að 8 bestu liðum landsins er skipt niður í tvo riðla og í riðli með okkur FH-ingum voru Valur, KFR og Þór Akureyri. Í hinum riðlinum voru hinsvegar Breiðablik, Þróttur Nes., Fjölnir og HK. Tvö efstu liðin í riðlunum spila svo í kross í undanúrslitum.

FH mætti Þór Ak. í fyrsta leik og hafði sigur 5-2 í afar erfiðum leik þar sem markatalan segir ekki alla söguna því Þór Ak. kom með sterkt lið suður þetta árið. Góð byrjun gaf því byr í seglin.

Næst mættu FH-ingar Valsmönnum sem þá höfðu tapað sínum fyrsta leik gegn KFR. Valsmenn voru augljóslega ekki á því að láta fara illa með sig aftur og í hálfleik var staðan 3-0 Val í vil þar sem okkar stelpur voru með allt niður um sig. FH klóraði í bakkan í síðari hálfleik, skoraði eitt mark en það gerðu Valsmenn einnig og sigruðu sanngjarnt 4-1.

Það var því erfiður leikur fyrir höndum gegn KFR sem sigrað hafði bæði Val og Þór sannfærandi. Það var ekki nóg fyrir FH að sigra þann leik heldur varð hann að vinnast með a.m.k. 2 mörkum. Það er skemmst frá því að segja að FH gjörsamlega yfirspilaði KFR og sigraði 5-2.

Þá varð ljóst að FH hafði sigrað riðilin, Valur lent í öðru sæti en KFR og Þór Ak. sátu eftir með sárt ennið. Í hinum riðlinum hafði Breiðablik orðið efstir, Þróttur Nes í öðru sæti en HK og Fjölnir sátu eftir.

Í undanúrslitum mættust því Valur og Breiðablik í leik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni sem Valur sigraði. En við FH-ingar sigruðum Þrótt Nes örugglega 3-1 í tilþrifalitlum leik.

Fyrir úrslitaleikinn hefðu Valsmenn kannski talist sigurstranglegri eftir að hafa rúllað okkur FH-ingum upp í undanriðlinum en allt annað var uppá teningnum þegar flautað var til leiks. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að stelpurnar okkar ætluðu sér sigur enda gullið augsýn og þær í meira lagi glysgjarnar. En þrátt fyrir að þær væru allan leikinn líklegri þá tókst þeim ekki skora, ekki frekar en Valsmönnum. Því þurfti að framlengja og það var ekki fyrr en í síðari hluta framlengingar sem dró til tíðinda. Þá skoraði Sigrún Ella Einarsdóttir gott mark eftir að hafa komist ein á móti frábærum markmanni Valsara. En það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Eftir fylgdi einbeitingaleysi hjá okkar mönnum og það nýttu klókir Valsmenn sér og jöfnuðu. Þegar þarna var komið sögu var innan við mínúta eftir og líklega að allir í húsinu sáttir við vítaspyrnukeppni. Allir nema Lækjarskólamærin Guðrún Björg Eggertsdóttir sem tók sig til og kláraði leikinn fyrir FH með sannkölluðu úrslitamarki. Vel gert hjá Guðrúnu sem átti frábæran dag eins og reyndar allt FH-liðið sem spilaði á öllum sínum mönnum.

Það var svo frábær fyrirliði og markvörður FH Iona Sjöfn sem tók við sjálfum

Íslandsmeistarbikarnum úr höndu Bjarkar Davíðsdóttur ungs FH-ings.  Að verðlaunaafhendingu lokinni héldu stúlkurnar svo í Eurovision-veislu til þeirra heiðurshjóna Einars og Ingibjargar (foreldra Sigrúnar Ellu, Didda og Magga Einars) þar sem Ingbjörg steikti hamborgara í manns