Flokkurinn teflir fram 6 liðum í mótinu og eins og áður segir kepptu 5 lið í dag.

A og C liðin riðu á vaðið og léku gegn sterkum liðum blikanna.

A liðið fór ágætlega af stað og leikurinn var í járnum til að byrja með. Þegar líða tók á leikinn náðu Blikar yfirhöndinni og endaði leikurinn 1-5 fyrir þeim. Breiðabllik er með mjög sterkt lið en FH-liðið er þó mun betra en það sem úrslitin sýna. Strákarnir verða bara að fara sýna það í leikjum það sem þeir gera á hverri æfingu.

C-liðið spilaði hörkuleik á sama tíma. Leikurinn var mjög fjörugur og náði FH-ingar 1-0 forustu snemma leiks. Blikar náðu að jafna og komast svo yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Strákarnir voru fullir eldmóðs þegar þeir komu til þjálfara í hálfleik og voru staðráðnir í að koma til baka. Það gerður þeir svo sannalega og náðu að skora 3 mörk í seinni hálfleiknum gegn 1 og uppskáru því frábæran 4-3 sigur 🙂 Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir góðan leik og þeir gáfu allt í leikinn allan 40 mínúturnar.

Næst á sviðið gengu B og D lið hjá okkar mönnum. Tók nú við 40 mínútna sæla FH-inga á gervigrasinu því báðir leikirnir sigruðust. Sigrarnir voru þó ekki auðveldir enda Blikar ekki þekktir fyrir að gefa mikið eftir í boltanum í yngri flokkum. B-liðið okkar átti enn einn stjörnuleikinn og sigraði 3-1. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar og ekki hefur vandamálið hingað til verið að skora. Sigurinn var því sanngjarn og Davíð konfektmoli vildi meina að um „vinnusigur“ hefði verið að ræða!!

Við teflum fram 3 d liðum í mótinu og vannst sigur í  D-leiknum 4-2. Við FH-ingar komust í 1-0 en Blikar náðu að komast í 2-1. Okkar menn náðu þó að jafna fyrir leikhlé 2-2 og framundan var skemmtilegur seinni hálfleikur. Strákarnir komu brjálaðir í seinni hálfleikinn og náðu eins og áður segir 4-2 forystu sem þeir héldu. Mikil gleði ríkti í lokin og voru strákarnir ánægðir.

Síðasti leikur dagsins var svo hjá D2. Leikurinn fór 1-8 gegn afar góðu liði Blikanna. Strákarnir byrjuðu leikinn frekar illa en komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og bættu sig töluvert. Í enda leiksins voru okkar menn þó orðnir þreyttir og Blikarnir náðu að setja nokkur mörk þannig að lokatölur voru ekki góðar. Of stórar tölur miðað við gang leiksins.

Útkoman var því 3 sigurleikir og 2 tapleikir gegn Blikunum. Það er ekki alslæmt enda eru iðkendur í Breiðablik gríðalega margir og hefur þeim gengið mjög vel í yngri flokkum hin undanfarin ár. Við FH-ingar erum samt á góðu rólu en betur má ef duga skal. Strákarnir verða að halda áfram að æfa vel eins og þeir hafa verið að gera og gera enn betur í næsta leik því það er alltaf markmiðið 🙂