Það var ljóst frá fyrstu mínutu að þarna mættust stálin stinn og að bæði lið hefðu hug á dollunni góðu í leikslok. Bæði lið hafa á að skipa skemmtilegum liðum sem vilja sækja og skora mörk. Það var því ekkert sem bar á milli liðanna framan af leik. Þó var það FH sem sem náði skapa sér fleiri færi í fyrri hálfleik. Það voru hinsvegar Blikar sem skoruðu fyrsta markið þegar síga tók á fyrri hálfleik eftir misskilning í vörn FH og staðan orðin 1-0. En FH-stelpurnar létu það ekki á sig fá, festu sætis ólarnararnar, og gáfu í. Það skilaði þeim svo marki skömmu síðar þegar Sigrún Ella Einarsdóttir fékk góða sendingu inn fyrir vörn Blika. Henni fylgdi fast á hæla varnamaður sem Sigrún sneri af sér með skemmtilegum snúning og þá var ekkert eftir nema að setja boltan örugglega framhjá markmanninum með vinstri fæti. Staðan orðin 1-1 og leikurinn galopin. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var svo jafnræði með liðunum og ljóst að framundan væri spennandi síðari hálfleikur.

Bæði lið héldu upptekknum hætti í síðari hálfleik en það voru þó Blikar sem sóttu meira eftir því sem líða tók leikinn. Og á tímabili var sem FH-liðið myndi gefa eftir þegar þær duttu aftar og aftar á völlinn. En frábær vörn og markmaður FH voru á öðru máli og hreinlega lokuðu á sóknarmennina sem virtust enga leið finna framhjá. FH hélt hinsvegar áfram að fá sín færi og svo kom að Sigún Ella komst einu sinni sem oftar inn fyrir vörn Blika en í þetta skiptið rendi hún boltanum á félaga sinn Guðrúnu Björgu Eggertsdóttur sem stóð ein og óvölduð fyrir opnu marki. Og svona færi lætur Guðrún ekki framhjá sér fara heldur sendi hún boltan örugglega í netið og FH komið yfir. Við þetta var sem heimamenn væru slegnir útaf laginu því skömmu síðar bætti Sigrún Ella við öðru marki sínu og þriðja marki FH með föstu skoti í utan úr teig eftir mikin darraðardans. Þarna var ljóst að FH myndi sigri leikinn þar sem einungis nokkrar mínútur voru eftir. Lokatölur 1-3 í spennandi og skemmtilegum leik sem hefði getað fallið báðum megin. En það stendur aðeins eitt lið uppi sem sigurvegari og aftur eru það FH stelpurnar sem klára mótið.

Sigurinn í dag gefur góð fyrirheit fyrir sumarið og gaman verður að sjá hvort stelpunum tekst að fylgja eftir góðu gengi í vetur og vor í Íslandsmótinu í sumar. Eitt stendur þó eftir og það er að í liði 3. fl. kv. eru framtíðarleikmenn sem vonandi eiga eftir að setja svip sinn á kvennafótboltann hér heima þegar fram líða stundir.