Lið FH:
                                    Daði (f)

Gummi Sævars  Sverrir     Tommy               Freyr

                                   Davíð
                      Sigurvin         Bjarki (Denis Siim 87.)

Matthías (Matthías Guðm. 75.)                                 Tryggvi

                               Arnar (Atli Guðna 65.)

Leikurinn fór frekar rólega af stað og bæði lið voru nokkurn tíma að ná taktinum í norðaustan nepjunni. Tryggvi Guðmundsson náði forystunni á 20. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Skömmu síðar misstu Skagamenn mann af leikvelli og í kjölfarið bætti Arnar Gunnlaugsson við öðru marki er hann fylgdi á eftir skoti frá Tommy Nielsen. ÍA minnkaði muninn fyrir hlé úr víti og staðan í hálfleik var 1-2 fyrir FH.

Matthías Guðmundsson bætti við þriðja markinu fyrir FH snemma í seinni hálfleik eftir frábæra fyrirgjöf Tryggva Guðmundsson. Skagamenn voru þó ekki af baki dottnir og Þórður Guðjónsson kom þeim aftur inn í leikinn með glæsilegu marki og fleiri urðu mörkin ekki.

FH-liðið sýndi að það verður sterkt í sumar. Þessi leikur var aldrei auðveldur eins og einhverjir fjölmiðlar vildu meina en ég held að það hafi aldrei hvarflað að FH-ingum. Arnar og Bjarki voru frískir og Matthías átti góða spretti. Tryggvi var drjúgur og var sívinnandi og Sverrir límdi vörnina saman en Tommy átti ekkert sérstakan leik. Atli Guðna átti fína innkomu.

Maður leiksins: Bjarki Gunnlaugsson