Í sumar mun handknattleiksdeild FH bjóða upp á sérstakar sumaræfingar fyrir leikmenn sem voru í 5. og 6. flokki karla og kvenna í vetur. Æfingarnar verða tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 17:00 – 18:00.

Við munum hefja æfingar föstudaginn 15. júní og æfa samfleytt til 31. júli en þá er áætlað að taka örlítið sumarfrí fyrir handboltaskólann sem mun hefjast þriðjudaginn 7. ágúst og venjulegar æfingar hjá hverjum flokkibyrja svo fljótega upp úr því.

Verð fyrir þetta námskeið verður verður 4000 krónur en það verður í umsjón Einars Andra Einarssonar og annara þjálfara FH.

Nánari upplýsingar veitir Einar Andri í síma 862-3451.