Nú er dagur
kominn að kveldi á öðrum keppnisdegi á Gothia Cup mótinu sem haldið er í
Svíþjóð. 3 og 4 flokkur karla og kvenna eru stödd í Gautaborg og láta vel að.

 

Hér verður
skrifað um 4 flokk karla en 30 leikmenn eru frá flokknum í mótinu og skipa tvö
lið. Á mánudag spilaði FH1 á nýbyggðum malarvelli við Björslytteskolen í
heimabyggð Zlatan Ibrahimovic. Öryggisgæslan var ströng og stóð Árni Guðna,
grjótharður fararstjóri í flokknum, vaktina og minnti um margt á David
Hasselhoff.

 

Leikurinn fór
ágætlega af stað og fengu FH-ingar á sig 7 horn á fyrstu 10 mínútum leiksins!!!
Það var sama hve hátt Svíarnir “tíuðu”boltann upp þá dreif ekkert horn inn að
marki. Það sem eftir lifði leiks áttuðu strákarnir sig á því að það er gaman að
spila á möl og innsæi Bigga Jóh og Árna frá reynslunni af gömlu mölinni á Kapla gerði
það að verkum að okkar menn skoruðu 5 mörk gegn 1 það sem eftir lifði leiks.

 

FH2 varð fyrir
menningarsjokki í leik sínum gegn öðru sænsku liði. Þjálfarar hins liðsins komu
til leiks í hvítum hillbilly hlýrabolum í fóðruðum jogging buxum sem girtar
voru upp að bringu. Þegar þeir svo settu partynaglana í andlitið á sér var
okkar mönnum öllu lokið og frekar stór 5-0 tap var ljóst. Ekki alveg
óskabyrjun. Þess má geta að þjálfararnir voru á áttræðisaldri og e.t.v.  ögn reynslumeiri en töffararnir úr Hafnarfirði.

 

FH2 liðið mætti
svo til leiks í dag (þriðjudag) með bakið upp við vegg og spiluðu gegn öðru
sænsku liði. Menn öskruðu sig inn í leikinn og börðust allan leikinn eins og
ljón. Við FH-ingar komust 1-0 yfir eftir skyndisókn  og braust út mikill fögnuður leikmanna. Adam var þó ekki lengi í
paradís og Svíarnir settu tvö mörk fyrir leikhlé og staðan því 1-2 í hálfleik.
Ekki var þó að sjá uppgjafartón á leikmönnum í hálfleik heldur lömdu menn
krafti í sig og mættu brjálaðir til leiks í seinni hálfleik. Menn uppskáru svo
mark 10 mínútum fyrir leikslok og staðan því 2 – 2. 5 mínútum fyrir leikslok
stakk Árni Queroz svo upp á taktískri breytingu  gekk hún strax upp. 2 mínútum síðar þegar FH-ingar fengu vítaspyrnu sem
markvörður Svíanna varði í stöng. Boltinn lak svo eftir línunni og endaði í marki
Svíanna. Dómarinn flautaði svo af og brutust út fagnaðarlæti sem minntu á
fagnaðarlæti Orra Þórðarsonar eftir 3-0 sigur FH á ÍBV á Essómótinu 2005. (15
mínútur og við fórum okkur 😉 )

 

Með þessum sigri
bjuggu strákarnir sér til leik í fyrramálið sem gerir það að verkum að ef þeir
vinna þá fara þeir í A úrslit í mótinu sem yrði frábær árangur.

 

FH1 spilaði
einnig sinn annan leik í röffinu hér fyrir utan. Leikurinn var erfiður enda
völlurinn loðinn og blautur og mjög þungur. Eftir um 10 mínútur skoraði
Benedikt Jón mark fyrir okkur eftir hornspyrnu.