33 konur tóku þátt í keppninni og komust 25 yfir 4,35m, en til þess að tryggja sæti í úrslitum hefði Þórey Edda þurft að stökka 4,55 metra, en 12 konur náðu að stökka yfir 4,55 metra í undankeppninni í dag. 16 konur stukku 4,45 metra eða hærra, en 9 konur fóru yfir sömu hæð og Þórey Edda, en felldu svo næstu hæð 4,45 metra. Átta konur stukku 4,05m til 4,20 metra.

Þetta er næstbesti árangur Þóreyjar á þessu ári, en hún hafði hæst stokkkið 4,40 metra á móti í Þýskalandi í lok maí, en 24 af þeim 33 sem hófu keppnina í dag höfðu stokkið 4,40m eða hærra á þessu ári og 14 þeirra eiga betri árangur en Þórey Edda í greininni, en Íslands- og Norðurlandamet hennar er 4,60 metrar frá árinu 2004.

Úrslitin frá HM í Osaka eru að finna á www.iaaf.org fengið af fri.is