Sigurvegarar í einstökum greinum voru þessir:
Í 6. bekk stelpna sigraði Hrund Hanna Hansdóttir Hvaleyrarskóla í 60 m hlaupi og langstökki. Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir Öldutúnsskóla sigraði í 800 m hlaupi og Kolbrún Kristín Antonsdóttir Víðistaðaskóla sigraði í kúluvarpi.
Í 6. bekk stráka sigraði Ellert Snær Lárusson Lækjarskóla í 60 m hlaupi, Hlynur Bjarnason Lækjarskóla sigraði í 800 m hlaupi, Sólon Guðmundsson Lækjarskóla sigraði í langstökki og Arnar Steinn Hansson Engidalsskóla sigraði í kúluvarpi.
Í 7. bekk stelpna sigraði Berglind Helgadóttir Engidalsskóla í 60 m hlaupi, Viktoría Viðarsdóttir Lækjarskóla sigraði í 800 m hlaupi, Unnur Andrea Sævarsdóttir Setbergsskóla sigraði í langstökki og Anna Karen Gunnarsdóttir Lækjarskóla sigraði í kúluvarpi.
Í 7. bekk stráka sigraði Lárus Geir Árelíusson Engidalsskóla í 60 m hlaupi, 800 m hlaupi og langstökki. Gunnar Valur Svansson Víðistaðaskóla sigraði í kúluvarpi.