Sæll Logi hvernig líður þér í dag?

Mjög vel þakka þér, sem betur fer getur maður stjórnað því sjálfur.

Hvernig er lífið í Þýskalandi miðað við lífið á Íslandi?

Þetta er mjög frábrugðið hérna og hefur sína kosti og galla eins og allt annað. Landið er í röð og reglu eins og Þjóðverjar almennt og ég er búinn læra mikið á dvöl minni síðustu árin.

Nú virðist vera mikill uppsveifla í handboltanum víðast hvar í Evrópu, þú hlýtur að vera áþreifanlega var við það eða hvað?

Það er rétt uppsveiflan er mikil og þá sérstaklega hérna í Þýskalandi. Það má eiginlega segja að það hafi verið lán í ólani að Þjóðverjarnir urðu heimsmeistarar, hérna er besta deildin, mesti áhuginn og bestu leikmennirnir. Ekki skemmir svo fyrir að launin eru að hækka um ca. 20-30 %.

Hvernig er umgjörðin í kringum stórlið eins og Lemgo?

Lemgo er toppklúbbur og umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar. Þeir vinna þetta allt svo “Professional” og það skilar sér líka, menn geta lært mikað af þjóðverjum þegar kemur að skipulagningu. Við fáum allt af öllu alveg sama hvernig á það er litið og það skilar sér í árangri.

Nú hafa verið miklar sviptinar í kringum Lemgo liðið á undanförnum misserum, þjálfara skipti og nýr styrktaraðili. Geturðu sagt okkur hvað er að gerast hjá þínu liði?

Lemgo er jú með einhverja 8 heimsmeistara innanborðs og peningarnir hafa verið að streyma inn eftir keppnina, því að allir vilja nú sponsora liðið sem stendur í sviðsljósinu. Það sem kannski er það slæma við það er að peningamennirnir vilja hafa áhrif á leikinn sjálfan, peningarnir tala hérna!

Hvernig hefur gengi Lemgo liðsins verið og er það samkvæmt þeim kröfum sem til þess er gert?

Allt batteryið frá byrjun tók sig saman og fann strax afsökun fyrir því að við værum með nýtt lið og gætum spilað upp og niður. Þetta var aðallega til þess að halda kröfunum hjá fólkinu í skefjum en tókst ekki, skiljanlega. Við höfum spilað ágæta leiki en engan veginn ásættanlega að mínu mati.

Hvers vegna var þjálfarinn ykkar átin fara aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við?

Fyrsta lagi var hann af gamla skólanum sem þarf ekkert að vera of slæmt, en hann var einfaldlega ekki með þetta sem þurfti. Úreltar æfingar og hafði tekið sér nokkra ára frí sem hefur greinilega ekki gert honum gott, því það hefur alltaf verið borin virðing fyrir honum. En í stuttu máli voru of margir óánægðir með hann.

Hvernig lýst þér á nýja þjálfarann þinn Markus Baur ?

Ágætlega, ég hef ekki verið að hugsa mikið um hver hefur verið að þjálfa í gegnum tíðina ég reyni að nýta mína orku í sjálfan mig og liðið og sinni mínu hlutverki. Það er ekki mitt að dæma en það má dæma mig.

Hvernig gengur þér að ná heilsu eftir þessi erfiðu meiðsli sem þú hefur átt við að stríða?

Þetta hefur allt verið á rétta leið en ég hef stundum hugleitt það hversu óheppinn ég er að lenda í svona þrálátum meiðslum. Ég hef náð að vinna mig vel útúr þessu og ætla að mæta tvíefldur til leiks innan skamms.

Hvaða meiðsli eru það sem þú átt við að stríða?

Bein-Mar.

Ertu bjartsýnn á að geta tekið þátt í Evrópumótinu í Noregi í janúar?

Já ég ætla að verða 100% þá.

Nú varst þú einn besti leikmaður HM-07 fyrr á árinu og gerðir margan FH-ingin stoltann og Íslendinga yfir höfuð, hvernig myndiru lýsa þeirri keppni þegar þú lítur tilbaka?

Þetta var góð reynsla og óhætt að segja að hafi verið upplifelsi útaf fyrir sig að spila í flottustu HM frá upphafi. Ég átti góða leiki og suma ekki alveg nógu góða og það kemur létt svekkelsi þegar maður hugsar um hversu stutt við vorum frá þessu og fá svo bara 8 sætið. Ég ætla mér að verða betri núna á EM heldur en ég var á