Reyndar skiluðu allir leikmenn FH sýnu hlutverki vel í dag. Magnús Óli var atkvæða mikill að venju í sókninni og skoraði 8 mörk. Þórir var mjög öflugur á línunni auk þess sem Andri átti góðan leik í sókn. Sigurður varði vel í markinu og eins og áður sagði áttu allir góðan leik í vörninni.

FH strákarnir eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu og mikinn vilja. Þeir lögðu sig alla í verkefnið og uppskáru eftir því. Strákarnir fögnuðu föguðu sigrunum vel og lengi og hafa nú sett stefnuna á hina tvo tiltilana sem eru í boði á tímabilinu.

Fjöldi áhorfenda fjölmennti í Laugardalshöll og var stuðningur áhorfenda frábær flestir klæddir í bikarbolina frægu „Þeir skora sem þora“ sem að gefnir voru á leiknum. Strákarnir vilja þakka áhorfendum sérstaklega fyrir þeirra framlag.

Markaskor FH.
Magnús Óli Magnússon 8 mörk
Kristján Gauti Emilsson 5 mörk
Þórir Traustason 4 mörk
Andri Magnússon 3 mörk
Jón Ásbjörnsson 1 mark
Gunnar Óli Ársælsson 1 mark
Aðrir leikmenn:
Kristinn Sigurjónsson
Ísak Rafnsson
Björn Berg Bryde
Aron Singh

Markvarsla:
Sigurður Ingiberg Ólafsson 16 skot