The image “http://www2.ksi.is/ksi/myndir/simaskra/170.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.     The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Grótta               –                   FH

Seltjarnarnes, fimmtudagurinn 6. mars 2008, kl 19:00

Meistaraflokkur FH í handknattleik fer út á Seltjarnes annað kvöld kl
19:00 til að etja kappi við Gróttu í handboltaleik. Þetta verður þriðja
viðureign liðanna í vetur og ljóst að um erfiðan leik verður að ræða
þar sem í fyrri leikjum þurftum við að hafa vel fyrir sigri.

Þrátt fyrir sigra í báðum leikjum gegn Gróttu í vetur, var um tvær erfiðar viðureignir að ræða og sigur náðist með litlum mun. Gróttumenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir hafa verið að stríða toppliðunum í vetur, hafa meðal annars unnið Víkinga, gert jafntefli við Selfoss en annars tapað með litlum mun fyrir topp 4 í deildinni. Fimmta sætið hefur verið þeirra í nánast allan vetur. Við FHingar höfum aftur á móti verið efstir í nánast allan vetur, tapað einum leik gegn Víking, gerðum áður jafntefli við þá ásamt ÍR einu sinni.

Síðasti leikur við Gróttu
Við lékum við Gróttu í Kaplakrika þann 11. janúar síðastliðinn. Það var alls ekki sérstakur leikur af okkar hálfu. Við byrjuðum þann leik samt vel. Fyrsta korterið spiluðum við ágætlega, sóknarleikurinn var ágætur og við leiddum leikinn með 3-4 mörkum. Í stöðunni 10-6 förum við mjög illa að ráði okkar og skorum aðeins 3 mörk gegn 11 mörkum þeirra, 13-17 eftir að staðan var 11-13 í hálfleik. Fyrsta korterið í seinni hálfleik héldu þeir áfram að leiða leikinn með 3-4 mörkum og við alveg dofnir í okkar leik. Þegar korter var eftir myndaðist einhver neisti hjá okkur og við fórum að byrja að spila alvöru handbolta. Liðið náði að jafna mjög fljótlega og ná yfirhöndinni og við sigruðum síðan 27-24.

Undirbúningur
Eftir hreint frábæran leik um þar síðustu helgi gegn Selfossi hafa menn verið frískir, æft af krafti og haft gaman af því sem þeir eru að gera. Við höfum verið á góðri siglingu síðustu vikur og engin ástæða til annars en að halda henni áfram og klára þetta mót með sóma.

Ástand
Ekkert út á ástandið að setja, menn 100%.

Hópurinn

Markmenn
Hilmar Þór Guðmundsson
Daníel Andrésson

Aðrir leikmenn
Valur Arnarson
Guðmundur Pedersen
Árni Stefán Guðjónsson
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Gústafsson
Aron Pálmarsson
Guðni Már Kristinsson
Arnar Freyr Theodórsson
Ari Magnús Þorgeirsson
Theodór Pálmason
Sigurður Ágústsson
Sigursteinn Arndal

Þjálfarar
Elvar Erlingsson
Sigursteinn Arndal

Hjálparhellur
Benedikt Guðbjartsson liðsstjóri
Sveinbjörn Sigurðsson sjúkraþjálfari

Grótta
Gróttumenn hafa á að skipa nokkuð vel spilandi lið sem einblínir á gott flæði og gegnumbrot frekar en spil er byggist á skotum utan a