Góðir FHingar.

Okkur strákunum í meistaraflokki langar að þakka
kærlega fyrir stuðninginn síðastliðið föstudagskvöld. Stemmningin var
frábær og ekki laust við að það hafi örlað fyrir smá gæsahúð hjá sumum
þegar litið var upp í stúkuna í Strandgötunni. Andlit sem hafa ekki
sést í mörg ár sáust aftur og það var frábært.

Vissulega hefðum við viljað klára þennan leik með sigri en jafntefli
var niðurstaðan. Það er alls engin skömm, því við mættum mjög sterku
Víkingsliði og þökkum við þeim fyrir góðan og drengilegan leik. Þó svo
við höfum ekki sýnt okkar besta leik þá gáfum við allt sem við áttum og
héldum hausnum uppi allan leikinn og var það ekki síst stuðningi ykkar
að þakka.

Góðir FHingar við viljum enn og aftur þakka fyrir okkur, vonum að þið
hafið skemmt ykkur vel og er það von okkar allra að þessi stemmning sé
það sem koma skal hjá FH.

                       Kærar þakkir og ÁFRAM FH!!

 

                              

                              Meistaraflokkur karla í handbolta