A og C liðin hófu leik. Fyrir leikinn var það ljóst að A-liðið okkar þurfti sigur til þess að sigra riðilinn og koma sér í undanúrslit. Við vorum þó ekki nálægt því að landa sigri í gær. Skagamenn skoruðu þrjú mörk á fyrstu 10 mínútum leiksins og brekkan var of brött fyrir okkar menn og voru lokatölur leiksins 6-2 fyrir heimamenn. Vonbrigði vissulega en enginn heimsendir. Við reyndum sem við gátum að spila góðan fótbolta og láta boltann ganga en sendingarnar okkar voru ekki nægilega góðar og fyrir vikið misstum við boltann á of hættulegum stöðum. Eins gekk okkur illa að eiga við spræka sóknarmenn skagamanna..

Við höfum sýnt það í leikjunum í faxaflóamótinu og í æfingaleikjum að við getum unnið alla en við virðumst líka getað tapað sömuleiðis fyrir öllum. Við þurfum aðeins að ná fram meiri stöðuleika í okkar spilamennsku því á góðum degi erum við bestir, það er engin spurning.

C-liðið átti ekki möguleika á að komast áfram en liðið hafði gert jafntefli í öllum sínum leikjum í mótinu! Menn voru þó staðráðnir í því að landa sigri í síðasta leiknum og klára riðilinn taplausir. Það tókst og spiluðum við mjög góðan leik. Vorum öryggir varnarlega og öflugir sóknarlega. Við skoruðum 5 mörk í öllum regnbogans litum en fengum á okkur 2. Við spiluðum glæsilegan fótbolta og reyndar má sem betur fer segja að öll okkar lið reyna að spila góðan fótbolta. Við hefðum getað skorað miklu fleiri mörk en kvörtum alls ekki undan 5 mörkum.

Næst var dagskráin komin að B og D liðum hjá okkur að spila. B liðinu nægði jafntefli til að að komast áfram en D-liðið þurfti sigur til að ná að komast í undanúrslit.

Það virtist trufla strákana í B liðinu rétt eins og A-liðinu að við værum að spila um að komast áfram. Það lýsti sér þannig að við byrjuðum ekki alveg nægilega vel og virtumst e.t.v. skelkaðir við að gera mistök. En það breyttist eftir fyrsta markið og sem fyrr spiluðu strákarnir hreint út sagt glæsilegan fótbolta. Fár snertingar útá vellinum, mikill hreyfanleiki, glæsilegar sendir og frábær mörk og mikil leikgleði. Það hefur verið hrein unun að fylgjast með liðinu og þeir eiga það svo svo sannlega skilið að vera komnir áfram í undanúrslitin og eru til alls líklegir. Úrslit leiksins voru 4-0 og hamingjusvipur leikmanna kætti þjálfara og foreldra að leik loknum.

D liðið spilaði á sama tíma og fóru á kostum. Við skoruðum 9 mörk en fengum á okkur 3. Leikurinn var mjög góður og okkur hefur farið fram í þessu liði, e.t.v. einna mest af okkar liðum. Farseðill í undanúrslit var því tryggður og mikil kátína með það meðal strákanna.

Síðasta liðið til að spila var D1 liðið okkar. Annan leikin í röð lentum við í því að leika gegn A-lið 6.flokks andstæðinganna en því miður verður það aldrei jafn og sanngjarn leikur. Það er alveg óþolandi en strákarnir stóðu sig eins og hetjur og eftir mjög erfiðan fyrri hálfleik ákváðum við að breyta aðeins leikskipulaginu og reyna að sigra seinni hálfleikinn. Það tókst næstum því en þegar 8 mínútur voru eftir vorum við 1-0 yfir í hálfleiknum. Skagamenn náðu þó að lauma 3 mörkum á lokamínútunum en við tókum það jákvæða út og sáum að við bættum okkur mikið milli hálfleika, skoruðum mark, fengum á okkur færri og fengum fleiri betri sóknir.

Um það snýst þetta jú, að sjá framfarir.

Strákarnir stóðu sig vel í ferðinni. Umgengni og hegðun í rútunni var til hreinnar fyrirmyndar og eftir leiki skelltu menn sér á langasand og höfðu gaman að því. Sumir vildu síður fara þaðan en að lokum náðum við öllum um borð í rútuna J

Þegar komið var í bæinn gerðist það svo að tóm bjórdós fannst á miðjum ganginum í rútunni. Eftir langan fund þjálfara tókum