það voru heimamenn sem mættu ákveðnari til leiks og voru sterkari aðilinn framan af. FH-ingar reyndu að spila sinn bolta en voru ragar og linar í návígum og sköpuðu sér fá færi. Keflavíkur stúlkur voru hinsvegar hættulegri í sínum aðgerðum og náðu frekar að skapa sér færi í annars tíðindalitlum fyrri hálfleik. Hápunkturinn var þó undir lokin þegar Birna vítabani Berg gerði sér lítið fyrir og varði meistarlega vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 0-0

Í síðari hálfleik var allt annað upp á teningnum og okkar stelpur fóru loks að líkjast sjálfum sér. Þær þorðu að halda boltanum og skapa sér tækifæri. Árangurinn lét ekki á sér standa því ekki höfðu liðið margar mínútur þegar Ebba Katrín Finnsdóttir vann boltann af fádæma elju og dugnaði í teignum og skoraði fyrsta markið. Eftir það komu svo tvö önnur; félagsmálatröllið Sunna Steph með einstaklega fallegt mark eftir gott einstaklingsframtak og svo Kristín Guðmundsdóttir með glæsilegu skoti eftir góðan samleik við Írisi Ösp. Lokatölur 0-3

Þegar á heildina er litið er ekki hægt annað en að vera sáttur við leik liðsins. Það kann aldrei góðru lukku að stýra að mæta ragur í leik gegn liði sem spilar „físikal“. Stelpurnar sýndu hinsvegar hvað í sér býr og sneru leiknum sér í vil.

Allir leikmenn FH spiluðu í dag og spiluðu mikið. Svo tíðum skiptingum fylgir oft rask á leik liða en það kom ekki að sök. Allir lögðu sig fram og koma reynslunni ríkari frá leiknum.

Eftir þrjá leiki í Faxanum eru stelpurnar nú með fullt hús stiga en áður höfðu stelpurnar sigrað Stjörnuna 1-4 og Aftureldingu 3-1 . Framundan er loka leikurinn gegn Blikum sun. 27. apríl. Sá leikur gæti orðið úrslitaleikur í riðlinum en sigurliðið mætir sigurliðinu úr B-riðli í úrslitaleik á mótinu.