The image “http://www.xtreme.is/net/images/1181139163/1183039227_fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Í samantekt á tölfræði vetrarins 2007-2008 kemur ýmislegt í ljós. Gummi Ped er
markahæstur í liðinu, Aron er stoðsendingakóngur og Siggi og Óli
Guðmunds eru með flestar brottvísanir svo eitthvað sé nefnt. Einblínt
hefur verið á sókn frekar en vörn í vetur ef marka má tölfræðina.

Mörk og nýting

Liðið í heild

FH liðið hefur í vetur skorað hvorki fleiri né færri en 771 mark í 24 leikjum eða ca 32 mörk í hverjum leik.

Drengirnar hafa skotið 1.174 sinnum á markið og hafa því í vetur um 66% skotnýtingu, fínasta nýting.

FH hefur fengið á sig 642 mörk og eru því með 129 mörk í plús.

Að meðaltali hefur FH því fengið á sig 27 mörk í leik. Sókn er greinilega besta vörnin ekki satt?

Einstakir leikmenn

Markahæstu leikmenn FH í vetur
Gummi tók markakónginn en Aron er aðeins á eftir. Þessir menn skera sig nokkuð úr í markaskorun.

 Leikmaður Leikir  Mörk  Skot  Nýting  Meðalskor í leik 
 Guðmundur Pedersen  22 157 205  77%  7,1 
 Aron Pálmarsson  22 137 205  67%  6,2 
 Ari Þorgeirsson  24  99 134  74%  4,1 
 Ólafur Guðmundsson  24  96 148  65% 
 Ólafur Gústafsson  22  89 152  59% 

Aron er klárlega stoðsendingakóngur liðsins en samkvæmt tölfræði fh.is hefur drengurinn átt 93 sendingar sem gáfu mark, hvorki meira né minna. Það gera tæpar 4 í leik.

Næstir koma Arnar Theódórsson og Ólafur Gústafsson með 34 hvor, Addi reyndar með færri leiki spilaða, tæpar 2 stoðsendingar í leik og Óli með 1,5 stoðsendingar.

Ólafur Guðmunds og Valur “gamli” Arnarson koma næstir með 30 og 29 sendingar, rúmlega 1 í leik.

Markmenn
Erfitt er að rýna í tölfræði markmanna eins og hún er uppsett á fh.is. Ekki er hægt að skoða markvörslu útfrá spiluðum mínútum sem er besti mælikvarðinn á frammistöðu þeirra.

 Markmaður Leikir  Varðir boltar  Víti 
Daníel Andrésson 20  170  13 
Hilmar Guðmundsson  14  131  12 
Leonard Cristescu  15  128 
Önnur tölfræði

Þegar skoðuð er önnur tölfræði eins og blokkir varnarmanna, unnir boltar í vörn, 2 ja mínút