Á laugardaginn næstkomandi verður hið árlega strandhandboltamót haldið á ylströndinni í Nauthólsvík milli kl 09:00 og 17:00. Strandhandboltamótið hefur svo sannarlega fest sig í sessi sem eitt af viðburðum handaboltavertíðarinnar og er yfirleitt haldið þegar leikmenn eru að koma til baka úr sumarfríum. Karla og kvennalið FH mun taka þátt í mótinu. Í viðtali FH.is við fyrirliða liðanna búast þau við skemmtilegu móti og setja markið hátt sem áður.

FH hefur ekki látið sig vanta á mótið síðustu ár og mun etja kappi í 4. sinn. Þar hafa karlarnir náð þeim frábæra árangri að komast í úrslitaleik öll árin og unnið titilinn einu sinni. Strandhandbolti er spilaður á ströndinni í Nauthólsvík og líkur venjulegum handbolta með þó nokkrum undantekningum.


Hilmar Þór Guðmundsson í nýju hlutverki á strandhandboltamótinu 2007

Fimm eru í liði hverju sinni. markvörður og fjórir útispilarar en í sóknarleik skiptir markvörður yfirleitt útaf fyrir 5. sóknarmanninn. Sá leikmaður getur gefið liði 2 stig með marki sem og ef markvörður skorar. Heill leikur er 10 mínútna langur.
Leikið er með sérstakan strandhandbolta sem hefur betra grip en venjulegur handbolti.


Mfl kvenna, stórmyndarlegar frá því fyrra

Mótið hefur einnig þá sérstöðu að ekki er kynjaskipt, þ.e. kvenna og karlalið keppa sín á milli. 16 lið taka þátt þetta árið og liðunum er skipt í eftirfarandi 4 riðla:

 A riðill B riðill C riðill  D riðill 
Fram hundar FH kk Boris  Teflon 
Team Ninja  Sólstrandagæjar  Stjarnan  Þróttur 
JB  Haukadruslur  Fjölnir  Moods of Norway 
Fram kisur  HK kv  Víkingur kv  FH kv 

Stelpurnar okkar hefja leik 9:30 en strákarnir ekki fyrr en 12:30

Kl.

9:00                       c              Stjarnan – Víkingur kv

9:15                       c              Fjölnir – Boris

9:30                       d             Teflon – FH kv

9:45                       d             Þróttur – Moods of Norway

10:00                     c              Víkingur kv – Fjölnir

10:15                     c              Boris – Stjarnan