Teddi fór holu í höggi. Mynd Dalli.is

Golfmót FH fór fram sl. föstudag á Hvaleyrinni í blíðskaparveðri.
Mjög góð þátttaka var líkt og undanfarin ár, en alls tóku 103 kylfingar þátt að
þessu sinni. Mörg snilldartilþrif sáust á golfvellinum enda fullt af góðum golfspilurum
í Fimleikafélaginu. Tilþrif dagsins átti þó Theodór Ólafsson sem náði
draumahöggi allra kylfinga þegar hann fór holu í höggi á 16 braut, sannarlega
glæsilegt.Til hamingju Teddi. Gaflaradeildin þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á
plóg við framkvæmd mótsins sem þótti takast velSigurvegari í höggleiknum og þar með Golfari FH 2008 varð
Hafþór Hafliðason á 74 höggum,en hann sigraði eftir bráðabana við Helga Runólfsson
og Hálfdán Þórðarson.


Í punktakeppninni karla urðu úrslit eftirfarandi:

 1. Hjörtur Hinriksson 40
  punktar
 2. Theodór Ólafsson 39
  punktar
 3. Adolf
  Adolfsson 38 punktar
 4. Hálfdán K.Þórðarson 37
  punktar
 5. Kjartan
  Harðarson 37 punktar

Í punktakeppni kvenna urðu úrslit eftirfarandi:

 1. Jóna Júlía Henningsdóttir 34
  punktar
 2. Hildur Harðardóttir 34
  punktar
 3. Margrét Berg Theódórsdóttir 29
  punktar
 4. Hrafnhildur Þórarinsdóttir 28
  punktar
 5. Kristjana Aradóttir 28
  punktar

Dalli ljósmyndari var á svæðinu og tók helling af frábærum myndum. Smelltu hér til að skoða myndir af mótinu eða kíktu á www.dalli.is til að skoða fleiri myndir.