Hafnarfjarðarbær í samvinnu við FH og Hauka munu
halda alþjóðlegt stórmót í handbolta dagana 26.-28. ágúst í tilefni af 100 ára
afmæli Hafnarfjarðarbæjar.
Auk heimaliðanna munu Valur og danska stórliðið
Nordsjælland (áður Team Helsinge) taka þátt í mótinu. Mótið mun fara fram í
Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Hafnarfjarðarbær býður á leikina. FH.is hvetur alla
handboltaunnendur að fjölmenna á á leikina og sjá handbolta á heimsmælikvarða.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi

Fimmtudagur,
26. ágúst

17:00  FH-Valur

19:00 Haukar -Nordsjælland

Föstudagur, 27. ágúst

18:00 FH-Nordsjælland

20:00 Haukar-Valur

Laugardagur, 28. ágúst

14:00 Nordsjælland- Valur

16:00 FH-Haukar

Nánari
upplýsingar um mótið og liðin munu birtast á fh.is næstu daga.