Bæði karla og kvennaliðum FH er spáð sjöunda sæti í árlegri spá þjálfara og fyrirliða liða í N1 deild karla og kvenna sem haldin var í dag á árlegum kynningarfundi. Mótið hefst á fimmtudaginn kemur.

Ef spáin rætist þýðir það að FH mun vera í botnbaráttunni á báðum vígsstöðum. Liðið sem lendir í sjöunda sæti karladeildarinnar þarf að fara í umspil um hvort það eða liðið í öðru sæti í fyrstu deild spilar í úrvalsdeild að ári. Í kvennadeildinni er ekki hægt að falla um deild.

Hér er spáin í heild sinni:

N1-deild karla:
Haukar, 228 stig
Valur, 203
HK, 195
Fram, 174
Stjarnan, 143
Akureyri, 113
FH, 110
Víkingur, 82

N1-deild kvenna:
Stjarnan, 225 stig
Valur, 216
Haukar, 189
Fram, 174
Grótta, 136
Fylkir, 133
FH, 89
HK, 86

Erfitt hlutskipti ef af verður en spá er aðeins spá og FHingar ætla sér stærri og betri hluti á komandi tímabili. Að lokum eru það verkin sem tala!

Áfram FH