Leiðbeiningar vegna þeirra sem fara til
æfinga í íþróttahúsinu eða Risanum:Vegna framkvæmda í Kaplakrika eru foreldra
beðnir um að brýna fyrir börnum sínum að fara með fyllstu gát um svæðið. Börnum
og unglingum sem koma gangandi eða hjólandi á svæðið er bent á að nota
undirgöngin sem liggja að og frá Krikanum, bæði frá Álfaskeiði og
Setbergshverfinu, alls ekki að fara inn á eða út af svæðiinu gegnum aðalhliðið
við Atlantsolíu. Foreldrum sem keyra börn sín og unglinga á svæðið er bent á að
láta þau úr bílnum við ný uppsett biðskýli við íþróttahúsið og sækja þau einnig
á sama stað, jafnframt því að brýna fyrir þeim að ganga ekki frá íþróttahúsinu í
átt að aðalhliðinu, heldur bíða við eða í biðskýlinu.


Leiðbeiningar til þeirra sem fara til
æfinga í lyftingaaðstöðunni eða gervigrasinu:


Foreldrar eru beðnir að keyra börn og
hleypa þeim út og sækja við nýgert gat á möninni, rétt ofan við aðalhliðið.
Þeim börnum og unglingum sem fara gangandi eð hjólandi á efra svæðið er bent á
að fara alls ekki í gegnum Kaplakrikann heldur taka á sig krók, þau sem koma úr
Setberginu fari meðfram Risanum og út á gangstíginn sem liggur meðfram
Reykjanesbrautinni (við löngu Actavisgirðinguna) og taki síðan hægri beygju upp
Flatahraunið, þau sem koma af Álfaskeiðinu fari sömu leið þ.e. beygja til
vinstri þegar úr undirgöngunum er komið og síðan meðfram Actavisgirðingunni
o.s.frv.

Aðalstjórn