Nú fer stóreinvígi karla að skella á og fh.is tekur nú lokainnslag sitt fyrir karlaleikinn sem hefst kl 19:30. Við fengum í settið fyrirliða hvors liðs, þá Hjört Hinriksson og Arnar Pétursson og fengum þá til að diskútera leikinn örstutt.

Hjörtur Hinriksson, fyrirliði FH

 

Það hlýtur að vera gaman að fá aftur alvöru Hafnarfjarðarslag eftir fjarveru okkar frá deild þeirra bestu?

Engin spurning. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri leiki til að spila, hvað þá horfa á.

 

Þú hlýtur að vera ánægður með framgöngu FH-inga það sem af er móti? Erum við kannski að fara að sjá liðið gera atlögu að úrslita-keppninni í vor?


Okkur hefur gengið vel það sem af er móti en við höldum báðum fótum fast á jörðinni og fókusum bara á einn leik í einu. Sjáum til hvað það kemur okkur langt.

 

Hvernig finnst þér mótið hafa farið af stað almennt séð, leikir, umgjörð og slíkt?


Ég held að menn geti bara verið nokkuð sáttir með það sem deildin hefur uppá á bjóða. Allir að vinna alla. Spennandi leikir og umgjörðin að stórbatna. Við FHingar megum allavegana mjög vel við una hvað umgjörð og áhorfendur varðar.

 

Hvernig hefur þér gengið persónulega? Nú hefur þú verið meiddur í haust…


Já þessi meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá mér og fyrir vikið er hlutverk mitt með liðinu á öðrum nótum en ella. En á meðan ég hef einhverju hlutverki að gegna mun ég leggja allt undir til að hjálpa liðinu í stríðinu sem nú geysar. Það held ég nú.

 

Haukarnir virka ógnarsterkir ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í Evrópukepp