Eins og flestum íþróttaáhugamönnum ætti að vera kunnugt vann íslenska liðið sér þáttökurétt í úrslitakeppni EM kvenna sem fram fer næsta sumar og er hópurinn að hefja undirbúning eftir áramót.  Birna sem er aðeins 15 ára vakti athygli fyrir ungan aldur þegar hún var kölluð til æfinga með liðinu nú í haust fyrir leikina gegn Frökkum og Írum.

Þessi stórefnilega fótboltastelpa varð Íslandsmeistari í 2007 með 4. fl. og bikarmeistari nú í haust með félögum sínum í 3ja auk þess að leika sína fyrstu meistarflokksleiki.  Hún hefur leikið með u16 og u17 ára landsliðum Íslands og æfir nú með u19 ára liðinu, sem undirbýr sig fyrir milliriðil EM2009 sem fram fer í apríl. 

Við FH-ingar óskum Birnu til hamingju og vonum að henni gangi vel á æfingum með stelpunum.