Meistaraflokkur kvenna í fótboltanum hefur ekki setið auðum höndum undir dyggri stjórn Jóns Þórs og Örnu Steinssen en tvíeykið gekk á dögunum frá 3ja ára samning um þjálfun liðsins. 

Fyrir rúmri viku síðan mættu stelpurnar Selfoss í æfingaleik í Kórnum og lauk leiknum með sigri FH 5-4.  Markaskorarar FH voru grundfirðingurinn Jóhanna Steinþóra með 2, Hafdís 1, og reynsluboltarnir Guðrún Sveins og Silja Þórðar með sitthvort markið.

Í Gær mættu þær svo Haukum einnig í Kórnum.  Haukar hafa verið duglegir að sanka að sér leikmönnum undir stjórn Heimis Porca sem nýverið tók við liðinu í annað sinn.  Greinilega hugur er í Haukmönnum og verður athyglisvert að fylgjast með þeim á komandi leiktíð.  FH liðið er nánast óbreytt frá síðasta tímabili og að stærstum hluta byggt upp á ungum efnilegum stelpum staðið hafa sig vel með yngriflokkum í bland við reynslubolta sem lengi hafa verið að í FH.
Lekurinn gegn Haukum lauk með 1-0 sigri FH í baráttu leik og enn og aftur var það Lögfræðingurinn í félagsmálaráðuneytinu Guðrún Sveinsdóttir sem skoraði fyrir FH.  Samkvæmt heimildum spiluðu allir leikmenn FH í leiknum líkt og í leiknum gegn Selfoss.  Jón Þjálfari var nokkuð sáttur við frammistöðu leikmann að leik loknum og hafð á orði að það væri „karakter´“ í liðinu.

Stelpurnar munu ekki leika fleiri leiki fyrir áramót en heyrst hefur að þær hyggist gera sér glaðan dag á fimmtudaginn í árlegum jólfögnuði.  Góða skemmtun stelpur

Jón Þjálfari sendir skýr skilaboð til leikmanna

.
Alma Gytha Huntingdon Williams litla konan með stóra nafnið er efnileg stelpa sem gekk upp í 2. fl. í haust og hefur nú þegar leikið nokkra leiki með mfl.

Þeir er vandfundir traustari samherjar en Sara Atla.  Hér lætur hún samherjana heyra það og hvetur.  Á myndinni má einnig sjá Hinriku Bjarnadóttur sem farið hefur mikið fram á síðustu misserum