Guðni Már Kristinsson, einn af okkar ungu upprennandi leikmönnum, hefur verið lánaður til Stjörnunnar út tímabilið. Guðni sem er 21 árs hefur leikið í stöðu leikstjórnanda í vetur. FH.is óskar Guðna góðs gengis hjá Stjörnunni með von um að hann verði reynslunni ríkari við endurkomuna í Krikann næsta sumar.