33-30

FH stúlkur biðu lægri hlut fyrir liði Fylkis í dag 33-30 í N1 deild
kvenna. Leikurinn var í járnum mest allan tímann en lið Fylkis hafði
þetta að lokum. Fram sigraði sinn leik gegn HK. Þar afleiðandi er FH búið að missa Fram
liðið ansi langt frá sér í baráttunni um 4. sætið og stutt í liðin
fyrir neðan. Stúlkurnar þurfa því að bretta upp ermar á næstunni,
undanúrslit í Bikar eru næstkomandi laugardag þar sem þær munu ferðast
norður og etja kappi við KA/Þór sem spilar í 1. deild.
Það er klárt mál að meira býr í þessu FH liði en það hefur sýnt og klárlega ætla stelpurnar sér að vinna sér sæti í Bikarúrslitum og freista þess að sækja eina dollu eða svo!

Áfram FH