Strákarnir í 5. flokki FH urðu um helgina Íslandsmeistarar
eldra árs.  Eftir frábæran vetur þar sem aðeins tapaðist einn leikur og
tveir leikir enduðu með jafntefli.  Auk þess að verða Íslandsmeistarar urðu
þeir einnig Deildarbikarmeistarar.

Yngra árið hefur einnig tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
þótt ein umferð sé eftir.  Þeir urðu einnig Deildarbikarmeistarar í vetur
og hafa farið í gegnum veturinn án þess að tapa einu stigi.  Þessi frábæri
hópur samanstendur af 45 strákum sem hafa verið mjög duglegir að æfa í vetur og
lagt sig alla fram á æfingum.  Þjálfarar flokksins eru Hörður Bjarnason og
Sveinbjörn Sigurðsson.

FH.is óskar þessum stórefnilega flokki til hamingju með frábæran árangur í vetur og hvetur þá til frekari dáða í framtíðinni.
Áfram FH