Birna vakti athygli á síðasta ári þegar landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna valdi hana í æfingahóp aðeins 15 ára gamla.  Þá hefur hún einnig leikið 10 landsleiki með U17 ára liði Íslands þar sem hún hefur jafnan verið 1. markmaður.

Birna er einnig efnilegur handknattleiksmaður sem leikið hefur með yngri landsliðum Íslands og fékk sitt fyrsta tækifæri í mfl. með liði FH í vetur.

Við FH-ingar óskum Birnu til hamingju um leið og við vonumst til að íslenska liðinu gangi vel á mótinu en þar mun það mæta Dönum, Svíum og heimamönnum.

Á myndinni má sjá Birnu ásamt skóla systir sinni úr Víðó og liðsfélaga Kristínu Guðmundsdóttur í leik gegn norsku landsliði skipað leikmönnum16 ára og yngri.