Leikur FH var til fyrirmyndar á löngum köflum og höfðu stelpurnar okkar þó nokkra yfirburði.  Fjöldi færa leit dagsins ljós en ekki tókst FH að nýta nema brot af þeim.  Staðan í hálfleik var 2-0 en þá höfðu Sindrastúlkur ekki fengið teljandi færi. 
Í síðari hálfleik voru FH-ingar hinsvegar lánssamari fyrir framan mark andstæðinganna og bættu við 4 mörkum.  þar bar hæðst að Grundfirðingurinn knái Jóhanna Steiþóra Gústavsdóttir gerði þrennu og hin geðþekka og stórefnilega Sigrún Ella Einarsdóttir setti sitt fyrsta mark eftir 14 mánaða fjarveru, vegna alvarlegra meiðsla.

FH-stelpurnar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum; gegn Þrótti og nú Sindra, skorað 8 mörk og aðeins fengið á sig 1.

Næsti leikur FH er gegn Haukum þann 17. apríl næstkomandi á Ásvöllum