Höddi hefur mætt á nokkrar æfingar og litið nokkuð vel út þó formið mætti vera betra. „Jú
það er rétt ég tel mig eiga eitthvað eftir í boltanum. Hætti kannski of
snemma á sínum tíma en ég tel að ég geti skorað einhver mörk í sumar og
miðlað af reynslu minni þó svo að ég geri mér grein fyrir að ég sé ekki
90 mínútna maður í dag.“
 
Hemir Guðjónsson þjálfari segir að Höddi sé kærkominn
liðsstyrkur: „Hörður kom að máli við mig og spurði hvort hann mætti
ekki kíkja á æfingar og hann hefur æft vel undanfarnar 2-3 vikur og
lítur nokkuð vel út. Það er aldrei að vita hvað hann gerir ef hann sleppur við meiðsli og kemur sér í stand.“

 Hörður fer ekki með liðinu út til Portúgal um
páskana en mun þess í stað einbeita sér að því að koma sér í betra
líkamlegt form undir handleiðslu Sigþórs Árnasonar þjálfara.

Að sögn Heimis getur Hörður verið þessi ás uppí erminni sem þjálfarar
þurfa að hafa. „Það er alveg ljóst að Höddi er með stórhættulegur í
vítateignum og ég horfi til þess að hann geti nýst okkur þegar líða tekur á leikina og við þurfum mörk. Þá getur ákefð
hans og markanef reynst dýrmætt og skilað stigum í hús.“

En ætlar Hörður að gera tilkall til níunnar sem hann spilaði alltaf með
á bakinu? „Nei ætli það,“ segir Höddi og glottir út í annað. „Ætli
maður leyfi ekki Tryggva að halda níunni. Ég get verið númer 19 eða 29.
Það er samt aldrei að vita ef ég fer að raða inn mörkunum!“

En hvernig tilfinning er það að vera byrjaður aftur að æfa? „Frábært,“
segir Hörður. „Eins og ég hafi aldrei hætt. Sömu brandararnir í
klefanum og stemmningin frábær. Gömul kona var eitt sinn spurð hvort
hún kviði vetrinum. Hún svaraði nei, það er svo mikið eftir af vorinu í
mér.“

Athugið að myndin tengist ekki fréttini beint.