Konukvöld FH verður haldið föstudaginn 8.maí í skátaheimilinu
Hraunbyrgi (við Hjallabraut).
Þar ætla að koma saman allar FH konur
hvort sem þær hafa verið eða eru að æfa – fótbolta, handbolta, frjálsar
eða á línunni sem foreldrar eða stuðningsmenn.
Boðið verður uppá
grillmat með öllu tilheyrandi.
Stúlkurnar í meistaraflokki í knattspyrnu verða með tískusýningu auk
þess sem boðið verður uppá óvænt tónlistaratriði, happadrætti o.fl.
o.fl. Verð aðgöngumiða er kr. 3.500 og rennur ágóði til styrktar mfl.
kv. í knattspyrnu.
Hægt er að nálgast miða hjá Grétu Brands. í síma: 8473291, í Hress og á Súfustanum.