Stelpurnar í 2. fl. gerðu góða ferð í Frostaskjól í kvöld.  Þar lögðu þær heimakonur 2-7 og tryggðu áframhaldandi þáttöku í Bikarnum.  Í 8 liða úrslitum mætir liðið annað hvort Val eða GRV ein leikur þeirra liða fer fram föstudaginn næstkomandi.

Markaskorarar voru þær Aldís Kara með þrennu, Hanna Gúst. með tvö, litla konan með stóra nafnið Alma Gytha Huntingdon Willams með eitt og Sara „Sassa“ Páls einnig með eitt.