Stelpurnar í mfl. unnu stóran sigur á Skagastelpum í kvöld í krikanum.  Áður en yfir lauk voru mörk heimamanna 8 gegn engu. 

Hanna Gúst fór mikin í liði FH og skoraði 3 mörk, Sigrún Ella hélt uppteknum hætti og skoraði 2, hin unga Aldís Kara sem kom inná í hálfleik setti 1 og Halla Mar með 1. 

Með sigrinum kemst FH í 2. – 3. sæti með 10 stig eftir 5 leiki  í B-riðli 1. deildar með jafnmörg stig og Eyjamenn sem þó eiga leik inni.  

Haukar eru sem stendur í efsta sætinu með 15 stig eftir 6 leiki.

Nú tekur við hlé á leik liðanna fram í maí en þá tekur FH á móti liði Hauka í Krikanum þann 13.