Lýst var eftir mörkum eftir leik Hauka og FH í 2. umferð Íslandsmóts kvenna.  Þau létu ekki á sér standa í hjarta Skagafjarðar, Sauðárkróki, þegar FH-stelpurnar heimsóttu heimamenn í kvöld.

FH fór vel af stað og áður en flautað var til leikhlés var staðan 4-0 gestunum í vil.  Í síðari hálfleik bættu svo okkar stelpur við 2 mörk og  6 marka sigur í höfn

Samkvæmt heimildamanni áttu stelpurnar góðan leik og hleyptu Tindastól aldrei inn í leikinn.  Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir fór mikin í liði FH og gerði 3 mörk en aðrir markaskorarar voru þær Alma Gytha, Aníta Lísa og Kristín Lilja.

Næsti leikur liðsins er gegn sterku liði Eyjamanna í Krikanum þann 16. júní næstkomandi.