Íslenska karlalandsliðið í
handknattleik skipað leikmönnum 19 ára og yngri heldur til Túnis í dag þar sem liðið leikur í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins.

Ísland
er í riðli með Púertó Ríkó, Brasilíu, Frakklandi og Svíþjóð. Fyrsti
leikur er gegn Púertó Ríkó á mánudag, því næst er leikur við Frakkland
á þriðjudag, þá við Brasilíu á fimmtudag og loks gegn Svíþjóð á
laugardaginn eftir rúma viku.

FHingar eru áberandi í liðinu sem endranær og annar þjálfari liðsins er Einar Andri, þjálfari mfl FH karla.

Leikmannahópurinn:

Markverðir:

Arnór Stefánsson, ÍR
Kristófer Guðmundsson, Aftureldingu
Svavar Ólafsson, Stjörnunni

Aðrir leikmenn:

Aron Pálmarsson, Kiel
Benedikt Reynir Kristinsson, FH
Guðmundur Árni Ólafsson, Haukum
Halldór Guðjónsson, FH
Heimir Óli Heimisson, Haukum
Oddur Grétarsson, Þór
Ólafur Guðmundsson, FH
Örn Ingi Bjarkason, FH

Ragnar Jóhannsson, Selfossi
Róbert Aron Hostert, Fram
Stefán Sigurmannsson, Haukum
Þorgrímur Ólafsson, ÍR
Tjörvi Þorgeirsson, Haukum.

Þjálfarar eru Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson.

Tekið af mbl.is