Það var snemma ljóst að FH væri sterkari aðilinn í leiknum.  Liðið hélt boltanum ágætlega og skapaði nokkur færi þótt mörkin létu á sér standa.  Það kom þó að því að liðið skoraði og staðan í hálfleik var 2-0.  Markaskorarar voru þær Hanna Gúst. og Sigrún Ella Einarsdóttir.

Í síðari hálfleik hélt liðið uppteknum hætti en það voru hinsvegar gestirnir sem komust óvænt inn í leikinn með marki á upphafsmítunum síðari leikhluta.  Þá bætti FH í og tvö mörk fylgdu í kjölfarið.  Aftur voru hinar marksæknu Sigrún Ella og Hanna Gúst á ferðinni með sitthvort markið.

FH tryggði þar með stöðu sína í 3ja sæti B-riðils 1. deildar en fyrir ofan eru ÍBV og svo Haukar sem leiða.

Næsti leikur FH er gegn Skaganum á miðvikudaginn kl. 20:00 á Jaðarsbökkum