Um komandi helgi mun 40 manna hópur stúlkna fæddar árið 1994 æfa og spila á Laugarvatni undir stjórn Þorláks Árnasonar þjálfara U17 ára landsliðs Íslands.  Það eru þær Aldís Kara Lúðviksdóttir, Guðný Tómasdóttir og Ýr Steinþórsdóttir.  Þær Aldís og Guðný hafa áður æft og spilað með U17 núna síðast í lok júlí gegn Færeyingum.  Þá gerði sóknarmaðurinn Aldís sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk og var valin maður leiksins og Guðný lék í vörninni og þótti standa sig mjög vel.  Ýr sem er örfættur sóknarmaður er nú í fyrsta sinn valin til æfinga en hún hefur staðið sig vel með 3ja í sumar sem er í harðri baráttu bæði í deild og bikar.

Við FH-ingar óskum stelpunum góðrar helgar og vonumst til að þær standi sig vel.