Sæll Jón og til hamingju með að vera komin í undanúrslit í 1. deild kv.  Hvernig hefur sumarið komið þér fyrir sjónir?

Já, þakka þér og sömuleiðis.

Sumarið hefur gengið vel – spilamennskan verið jafnbetri hjá okkur heldur en við reiknuðum með og stelpurnar staðið sig mjög vel. Deildin spilaðist nokkurn veginn eins og við áttum von á og við sátt við að ná í 21 stig og skora fullt af mörkum.

 

Er munur á liðinu frá því í fyrra?

Já, fyrir utan það að þessi ungi hópur er orðinn árinu eldri að þá er kominn meiri hraði og hreyfanleiki í liðið. Einnig gengur okkur orðið betur að halda boltanum innan liðsins þannig að við erum oftar að stjórna leikjunum. Hvert ár í boltanum gefur þessum stelpum mikið og því mikilvægt að þær haldi áfram og bæti sig frá ári til árs.

 

Hver voru markmiðin fyrir sumarið?

Markmið meistaraflokks var að ná í úrslitakeppnina og má því segja að stelpurnar séu komnar skrefinu lengra eftir að hafa lagt Þróttara í 8-liða úrslitum. Þetta er rjóminn ofan á kökuna , úrslitaleikir sem þenja taugarnar og kalla fram nauðsynlegan sigurvilja hjá leikmönnum.

Flestar þessara stelpna spila einnig með 2.flokki – þar er takmarkið að halda okkar í sæti í A-deild og einnig eru þær komnar í undanúrslit bikarkeppninnar.

 

En að leiknum á morgun.  Hvernig er Eyjaliðið?

 Eyjaliðið er gott fótboltalið eins og árangur liðsins í sumar segir til um ; efstar í B- riðli Íslandsmóts og náðu að slá tvö úrvalsdeildarlið úr bikarkeppninni. Þetta eru góðar fótboltastelpur sem eru í góðri þjálfun hjá Jóni Óla; Vel skipulagðar og í góðu formi. Við höfum spilað við þær tvisvar sinnum í sumar og þrátt fyrir að við höfum ekki enn náð að vinna þær þá hlýtur að fara að styttast í það ! Að komast í undarúrslitin er frábær reynsla fyrir okkar stelpur og nú er bara að halda áfram að hafa gaman af þessu og njóta hverrar mínútu.

 

Hvernig sérðu framhaldið fyrir þér í kvennafótboltanum hjá FH ?