Kæru FH ingar, það er langt síðan að þið fenguð tækifæri til þess að hittast öll undir sama þaki.  Í dag er tækifærið og vonum að allir grípi gæsina.  FH stelpur mæta Stjörnu kvendum í Laugardalshöll klukkan 18.30 í dag.. 

í dag verður leikið í leik meistari meistaranna.  Þessir leikir hafa verið skemmtileg hefð hjá HSÍ en þá mæta Íslandsmeistarar bikarmeisturum en í fyrra enduðu Stjörnu stúlkur með báða titlana en þar sem að FH var í öðru sæti í bikar spila þær þennan leik.

Liðið hefur verið á stífum æfingum í sumar og núna er kominn tími á alvöru leik.  Það er að sjálfsögðu spilað upp bikar og vitum við öll hvað bikarar taka sig vel út í Kaplakrika.  Liðið hefur tekið smávægilegum breytingum frá því í fyrra, nokkrar farnar, nokkrar farnar að reima aftur á sig skóna og ungir kjúklingar eru að stíga upp. 

FH liðið tók þátt í æfingamóti um helgina og var það fínt til að ná að spila sig saman.  
Við stelpurnar í FH biðjum ykkur FH inga að mæta í dag og slá saman höndum og vera okkar stuðningur. 

Með skærustu FH kveðju
Dísa & Birna