Í dag fór fram síðari leikur FH og ÍBV í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í eyjum.  Fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli í Krikanum og síðari leiknum lauk einnig með jafntefli 2-2.  En útivallamörk FH fleyta þeim áfram í úrslitaleikinn og um leið í efstu deild að ári.

FH byrjaði illa og fyrirliðinn Berglind „Bella“ Arnardóttir varð fyrir því óláni að skora í eigið mark.  ÍBV bætti svo við öðru marki og staðan orðin slæm fyrir FH-inga.  En í síðari háfleik var stríðsgæfan með okkar stelpum og þær náðu að jafna leikinn áður en yfir lauk.  Fyrst var það Grundfirðingurinn knái Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir eftir hornspyrnu og klafs í teignum og hið síðara skoraði hin unga Elísbet Guðmundsdóttir með glæsilegu skoti á 92. mínútu.

S.s. úrslitaleikur framundan gegn Haukum á sunnudag kl. 14:00 og sæti í efstu deild í höfn.

Til hamingju stelpur, Jón, Arna, Bidda og félagar.