FH gerði sér lítið fyrir og sigraði Akureyri sannfærandi 27-30 en liðin
áttust við fyrir norðan í kvöld. Staðan var 18-16 Akureyringum í vil í
hálfleik. Lið FH skellti algjörlega í lás í seinni hálfleik og var
sigurinn meira sannfærandi en lokatölur gefa til kynna. Umfjöllun um
leikinn kemur innan skamms.
 
Þess ber að geta að fjöldi FHinga komu
sér vel fyrir á Irish pub í Hafnarfirði og fylgdust með okkar mönnum á
breiðtjaldi en snillingarnir á SportTV sýndu leikinn í beinni.
Myndaðist gríðarleg stemmning fyrir vikið og virkilega gott framtak hjá
Muggurum sem stóðu fyrir herlegheitunum.
Frábær sigur í kvöld og FHingar halda áfram veru sinni á toppnum!