Örvhenta skyttan knáa í handknattleiksliði FH, Hermann Ragnar Björnsson
varð fyrir því óláni á æfingu á dögunum að puttabrotna illa. Verður
Hermann frá æfingum í 2 mánuði vegna þessa.

Hann mun því missa af fyrstu leikjum liðsins í haust og er það skarð fyrir skildi fyrir FH liðið sem ætlar sér stóra hluti í vetur.
FH.is óskar Hermanni góðs bata.