Ef árleg spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í N1 deildinni, sem fram fór nú undir hádegið, gengur eftir mun karlalið FH enda í 2. sæti deildarinnar en konurnar í 6. sæti.
Því er jafnframt spáð að Haukar endi í toppsætinu hjá körlunum. Það ætti því að vera fjör í firðinum í vetur en annars var spáin á þá leið að stutt var á milli fjögurra efstu liða. Framkonum var spá efsta sætinu í kvennaflokki.
Spár fóru annars þannig:

Karlar

1. Haukar 215
2. FH 200
3. Valur 198
4. Akureyri 183
5. Fram 150
6. HK 123
7. Stjarnan 90
8. Grótta 89.

Konur:

1. Fram 253
2. Stjarnan 247
3. Valur 213
4. Haukar 201
5. Fylkir 160
6. FH 127
7. HK 102
8. KA/Þór 96
9. Víkingur 59