FH heimsækir Akureyringa í 16 liða úrslitum Eimskipsbikarsins í dag kl
16. Um er að ræða stórleik þessarar umferðar. Gríðarlega mikið er í
húfi en eins fólk veit flest eru bikardraumar þess liðs sem tapar í dag
úr sögunni þetta árið.

FH sigraði á Akureyri í deildinni í 3. umferð og voru afar sannfærandi í leik sínum. Það er því væntanlega mikill hugur í Akureyringum og án efa vilja þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki annað sinn í röð fyrir FH á heimavelli. Við FHingar stefnum þó ekki á neitt annað en sigur! Bikarinn í Krikann!

Við erum FH.