Hjá FH er hvergi slegið slöku við og áhuginn svo mikill að það er meira
að segja æft á aðfangadag.  Þjálfar hjá Knattspyrnudeild FH voru með
risann opinn frá 11-13 á aðfangadag og það voru fjölmargir iðkenndur
sem lögðu leið sína í risann til að æfa sig í fótbolta og stytta biðina
eftir jólunum.  Fjölmargir pabbar mættu með börnum sínum og var mikið fjör krikanum þennan aðfangadag.