Á morgun leggur lið FH land undir fót og sækir Gróttu heim. Leikurinn fer fram í íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi og ætti að verða hin besta skemmtun. FH-ingar eiga harma að hefna, síðasti leikur liðanna var vægast sagt skelfilegur hvað FH-liðið varðar en þar vann Grótta 6 marka sigur, 32-38.
Það leikur því enginn vafi á því að FH-ingar koma til með að berjast af hörku, sérstaklega í ljósi taps þeirra gegn Haukum í síðasta deildarleik.


FH-ingar sækja Gróttu heim á morgun, fimmtudaginn 18. febrúar.

Grótta
Lið Gróttu situr í 6. sæti deildarinnar með 8 stig, 5 stigum á eftir liði Akureyrar sem að situr í 5. sæti en 4 stigum á undan Stjörnunni, sem að er í 7. sætinu. Liðið hefur unnið 4 leiki, ekki náð neinu jafntefli enn sem komið er en tapað 7 leikjum.

Erfitt er að segja til um það hvernig leikurinn á morgun verður. Lið Gróttu hefur verið misjafnt í vetur, þeir hafa oft á tíðum spilað flottan handbolta en að sama skapi dottið allsvakalega niður. T.d. má nefna óvæntan sigur á okkar mönnum í Krikanum í samanburði við 14 marka tap liðsins gegn Akureyri í síðasta leik liðsins. Það er þó ljóst að heimavöllurinn kemur til með að hjálpa þeim, Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi er lítið og þar getur oft myndast gríðarleg stemning þegar vel gengur. Það er því mikilvægt fyrir okkar menn að halda haus sama hvernig gengur, annað dugir ekki til sigurs.

Síðasti leikur Gróttu var gegn Akureyri þann 8. febrúar síðastliðinn. Það má segja að þar hafi þeir gert rækilega í brækurnar, leikurinn fór 33-19 fyrir Akureyri í lítt spennandi leik. Markahæstur Gróttumanna var lánsmaðurinn Anton Rúnarsson, sem að er án efa sá leikmaður sem að FH-ingar þurfa að passa best.

Síðasti leikur liðanna tveggja

Síðasti leikur FH og Gróttu var í Kaplakrika þann 12. nóvember síðastliðinn. Það var vægast sagt kvalafullt að horfa á þann leik, FH-ingar mættu andlausir til leiks og létu fríska Gróttumenn vaða yfir sig. Grótta fór með 6 marka sigur af hólmi á endanum. Strákarnir okkar koma því vonandi til með að sjá til þess að það gerist ekki aftur.


Lið FH situr í 3. sæti og hefur oft á tíðum spilað frábærlega.

FH
Lið FH situr í 3. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki. Liðið hefur unnið 6 leiki, gert 1 jafntefli en tapað 4 leikjum.

Þessi leikur er þýðingarmikill fyrir FH-inga ef þeir ætla ekki að dragast aftur úr í titilbaráttunni. Liðið hefur oft á tíðum sýnt frábæran leik en dottið niður inn á milli. Spili liðið á fullu blússi getur fátt stöðvað þá, slaki þeir á geta þeir tapað fyrir öllum liðunum í deildinni. Oft hafa þeir staðið sig vel gegn toppliðunum í deildinni en ollið vonbrigðum gegn neðri liðum deildarinnar. Gróttumenn eru sýnd veiði en ekki gefin, það er því mikilvægt fyrir okkar menn að halda haus allan tímann og hætta ekki þó forysta náist, eða þá ef liðið lendir undir.

Síðasti leikur liðsins var gegn Haukum í Kaplakrika. Þar lék liðið vel lengst af en náði þó ekki að klára leikinn, Haukarnir náðu að lokum að landa eins marks sigri. Í þeim leik var Pálmar Pétursson fremstur meðal jafningja, hann varði 26 skot. Ásbjörn Friðriksson og Bjarni Fritzson skoruðu atkvæðamestir útispilara og skoruðu báðir 5 mörk.

 
Í Haukaleiknum varði Pálmar Pétursson 26 skot og Ásbjörn Friðriksson skoraði 5 mörk.

Það er því nokkuð ljóst að við erum að tala um