FH.is fékk FH-inginn Jón Pál Pálmason fyrir að spá í spilin fyrir leik handknattleikslið FH gegn Gróttu í N1-deild karla á morgun, fimmtudag. Jón Páll segir að liðið verði að halda tempóinu háu og keyra á Gróttuliðið.

Hvernig líst þér á leikinn á fimmtudag gegn Gróttu?
Jón Páll: „Ég er alltaf spenntur fyrir því þegar FH-liðið er að fara að spila enda alltaf gaman á leikjum. Okkur hefur þó gengið hálf brösulega í leikjum gegn liðum sem eru ekki eins sterk og við á pappírunum, þá er ég að meina lið eins og Grótta, HK og haukar en við höfum verið þvílíkt öflugir gegn sterkari liðum eins og Akureyri og Val. Ég er samt viss um að strákarnir hafi lært mikið af fyrri umferðinni og séu meðvitaðir um að það þarf að gíra sig inn á geðveikina fyrir hvern einasta leik, sama hvort verið sé að spila við Lukkuna eða á pappírunum sterkara lið“

Gróttumenn hafa verið seigir þetta árið.. Hvað þurfum við að gera til þess að stoppa þá?
Jón Páll: „Auðvitað er Gróttuliðið seigt, kjötið í liðinu er orðið helvíti gamalt. Þeir ætla pottþétt að hægja á leiknum og gera okkur værukæra. FH-liðið þarf að stjórna tempóinu í leiknum og halda því nokkuð háu. Gróttuliðið er klókt og Jón Karl er flottastur í liðinu…

FH-liðið hlýtur að vilja kvitta fyrir skelfilegan leik í Mekka í haust. Ég held samt að aðalmálið sé að viðurkenna þau mistök sem við gerðum þar, læra af þeim og gera þau ekki aftur – þá vinnum við þennan leik“

Einhver skilaboð til stuðningsmanna FH?
Jón Páll: „Já ég verð nú að hrósa frábærum stuðningsmönnum FH. Það er alltaf fjölmenni í Krikanum og menn eru kurteisir. Nú er bara að standa enn betur við bakið á liðinu bæði á heimavelli sem á útivelli því nú fer þetta mót í raun að byrja – ég hef alla trú á því að vorið verið gæfuríkt fyrir okkur FH-inga eins og haustin eru venjulega :)“