Eins og áður hefur komið fram þá verður aðalfundur Gaflaradeildar FH haldinn í Golfskálanum við Hvaleyrarvöll næstkomandi föstudag. Eftir aðalfundinn sjálfann verður kynning á Sideline kerfinu sem Gaflaradeildin styrki, ræðumaður kvöldsins mun fá FH hjartað til að slá aðeins hraðar eins og honum einum er lagið. Matseðillinn er þríréttaður með laxi í forrétt, lambakjöti að hætti Brynju í aðalrétt og að lokum kaffi og súkkulaðiköku. Maturinn kostar 4000 kr. Vonandi sjáum við sem flesta FH-inga!